Helstu framkvæmdir ársins snéru aðallega að almennu viðhaldi og uppbyggingu á álagssvæðum.
Gífurleg vinna fór í endursáningu og uppbyggingu á mörgum flötum golfvallarins sem komu því miður illa undan vetri. Mikið kal var í ákveðnum flötum á eldri hluta vallarins en brautir almennt í sínu besta formi. Ákveðnar grastegundir þoldu illa norðanvinda og þetta olli gífulegu álagi á starfsfólk vallarins og eðlilega reyndi þetta á þolinmæði hjá félagsmönnum en það var gaman að sjá að almennur skilningur var á ástandinu þegar flestir sáu við hvað var verið að eiga. Verkefnið var í gangi nánast allt sumarið en vel var farið að sjá til sólar þegar leið á ágúst mánuð og við bindum vonir við að sáning sumarsins komi sterk inn næsta golfsumar. Aðstæður framan af vetri í ár 2025 eru ekki alveg eins og við vonuðumst til, heldur kalt hér og berar grundir þegar þessi skýrsla í skrifuð í desember. Krossum fingur.
Ef við rennum yfir helstu verkefni ársins er hér smá upptalning á þeim og myndir fylgja svo hér neðar.
- Farið var í endurbyggingu á fremstu teigum á 16. braut sem heppnaðist virkilega vel.
- Vatnskerfi við 15 og 17 teig voru endurnýjuð
- Byggð var glæsileg gervigrasflöt hér við golfskálann og land mótið að núverandi svæði þar sem áður var hrúft og ósnortið svæði.
- Endurnýjun á gervigrasteigum á Ljúflingi hófst og nokkrir teigar kláraðir á árinu.
- Skipt var um klæðningu utan á æfingasvæðinu sem var farinn að fúna og brotna
- Gengið var frá utanhúss frágangi á boltageymsluhúsi og frágangur í kringum aðkoma þar.
Vetrarverkin og undirbúningur fyrir næsta sumar hófst svo eftir lokun á vellinum.
- farið í endurnýjun á gervigras göngustígum á 15 og 16 braut.
- Grafið var fyrir og lagnir lagðar þvert yfir æfingasvæðið til að undirbúa frekari rafvæðingu á þeim hluta vallarins sem skort hefur og hamlað hraðari uppbyggingu t.d. á róbótavæðingu þar.
- Samhliða þessum greftri var svæðið lagað fyrir framan básana, þar sem áður mátti sjá ljót sár eftir kyflinga sem „stálust“ til að slá fyrir framan básana og tilgangur okkar megin með því er einnig að fækka torfusneplum sem trufla týnsluróbóta og því gott að ítreka það hér að bannað er að slá fyrir framan básana.
- Okkur til mikillar gleði, rétt fyrir aðalfund mætti svo galvaskt lið hingað á svæðið með afgangs malbik úr fjárlögum Garðabæjar 2025 til afnota hér innan svæðis. Stígurinn milli 9 og 18 brautar var því malbikaður og slíkt er okkur mikilvægt upp á slit véla og tækja hér ásamt því að þessir stígar nýtast þeim sem hér um svæðið ganga allt árið. Við bíðum ár hvert milli vonar og ótta um að það sé til afgangur af framkvæmdafé og ekki síður veður til þess að fara í svona auka framkvæmdir í desember, ekkert tryggt þar og það væri okkur gífulega mikilvægt að fá að vera inni í framkvæmdaáætlun Garðabæjar með svona uppbyggingu til að geta byggt hér upp öruggar og góðar leiðir fyrir alla.
2025 í myndum


Framkvæmdir við nýja gervigrasflöt

Endurnýjun á klæðningu á æfingasvæði

Endurmóta teiga 46 og 49 á 16. braut


Haustvinna á flötum, verti drain eða götun.

Lagning röra fyrir rafmagn og annað yfir framhjá æfingasvæði

Það er alltaf hreyfing á jarðvegi og grjóttýnsla hluti af almennum vorstörfum

Uppsetning vallar fyrir opnun, flöggin almennt síðust á svæðin svo enginn þjófstarti…

Þessi fallegi dagur

Það fer gífurlegt magn af golfboltum upp í hliðar æfingasvæðið, inn í trjágróður og út fyrir girðingu

Hér er verið að rækta upp gras sem nýta á við endurnýjun á flötum, gott að eiga viðgerðargras. Þetta er kallað á vallarstjóramáli „nursery“

17. brautin var tekin og þver og landskorin í sumarlok til að drena brautina betur. Hafði áhrif á umferð golfbíla og vinnuvéla
og nauðsynlegt að stökkva í verkefnið og koma í veg fyrir frekari vandræði.

Haustdagur á Urriðavelli, hér biðu kylfingar eftir því að völlurinn þiðnaði. Sólin almennt lágt á lofti og ef það er ekki
vindur með þá gengur þetta oft hægt, sérstaklega fyrir þá sem bíða spenntir.

