Íþróttastarf og mótaþátttaka

Við eignuðumst Íslandsmeistara í ár, í flokki stúlkna 12 ára og yngri.

Við áttum flesta keppendur í stúlknaflokki á mótaröð GSÍ, GOLF14. 15 Stúlkur frá okkur og til samanburðar áttu GK og GKG samanlagt 15 keppendur í stúlknaflokki.

Þessar staðreyndir eru virkilega frábær mælikvarði á að einstaklega vel hefur tekist til við að byggja upp barna og unglingastarf hér síðustu árin. Tækifæri er vissulega til staðar að gera enn betur, sérstaklega ef stuðningur við starfið er aukinn og aðstaða til æfinga bætt og þar höfum við reynt að kalla til bæjarfélagsins sem vonandi sér í þessum tölum að ástæða er til að koma til móts við okkur enda við að reka íþróttafélag sem ætti að standa jafnfætis á við önnur sambærileg íþróttafélög innan bæjarins og á landsvísu.

Það er ávallt hægt að byrja skýrslu um íþróttastarf á gráti yfir aðstöðuleysi eins og vegið hefur verið að í skýrslum fyrri ára en það er engu að síður verkefni okkar íþróttastjóra og annara hér að sníða stakk eftir vexti. Aðstöðuleysið er enn til staðar í lok árs 2025 þegar þetta er skrifað og æfingastarfið fyrir komandi ár 2026 fer nú fram á 5 stöðum í þremur bæjarfélögum svo við grátum aðeins og það væri vissulega mikill styrkur í því fyrir okkur sem íþróttafélag að geta boðið öllum á okkar heimavöll eða næsta nágrenni til æfinga í boðlegri inniaðstöðu og við höldum enn í vonina.

Þeir tímar sem við höfum fengið til afnota í Kórnum skv. samkomulagi við GKG um aðstöðuskipti voru nýttir einungis í barna og unglingastarf í ár.

Meistaraflokkar fengu tíma í Golfsvítunni og þangað færðist líka stór hluti æfingatíma fyrir yngstu iðkendurna til að uppfylla þá lágmarksþörf sem þurfti fyrir það starf.

50 + æfingahópar sem hingað til hafa fengið jaðartímana í Kórnum voru geymdir á hliðarlínunni og hófu ekki æfingar fyrr en hægt var að slá úti á Lærlingi við viðunandi hitastig.

Æfingaárið er farið að ná yfir 11 mánuði hjá okkar yngstu hópum. Ungmenni í barna og unglingastarfi æfðu þrisvar í viku þar sem bætt var við styrktar æfingum í Miðgarði til að mæta aukinni þörf fyrir fleiri æfingar í viku og æfingar voru vel sóttar. Æft var inni fram í apríl og þá færðum við æfingar á okkar æfingasvæði, Lærling þar sem við áttum góðar stundir eins og ávallt.

Einn megintilgangur æfingastarfsins er að undirbúa og senda fulltrúa til leiks á Íslandsmót golfklúbba í þeim aldurflokkum sem við erum með æfingahópa, bæði hjá okkar yngri keppendum og eldri.

Við sjáum svo sérstaka ástæðu til að hrósa einstaklingum í okkar starfi þegar þess gefst tækifæri og í ár má sérstaklega nefna að við áttum tvo fulltrúa í landsliðum á veg LEK sem kepptu fyrir Íslands hönd á mótum erlendis. Óskar Bjarni Ingason og Björg Þórarinsdóttir áttu flott mót og hægt að lesa nánar um þeirra þátttöku annars staðar í skýrslunni. ( hér neðar )
Í lok september var svo valið í landslið LEK fyrir komandi ár 2026 og þar munum við eiga tvo fulltrúa í karlaliði 65+ með forgjöf sem munu leika í Finnlandi 30. Júní – 3. Júlí. Þeir eru heiðurmennirnir Ingi Þór Hermannsson og Þór Geirsson.

Í ár sendum við sjö keppnissveitir til leiks í flokkum fullorðinna. Meistaraflokkar karla og kvenna og keppnislið 50+ karla og kvenna tóku þátt í Íslandsmótum Golfklúbba víða um landið og svo áttum við fulltrúa í mótum 65 + karla og kvenna og 75 + karla sem tóku þátt í LEK móti golfklúbba (óformlegt Íslandsmót þess aldursflokks).

Hér fyrir neðan rennum við yfir mót þessara keppnissveita og upptalning einnig á árangri okkar keppenda í flestum öðrum mótum á vegum Golfsambandsins og LEK. Þetta er löng lesning en þess virði að halda utan um minningar, árangur og myndir.

Meistaraflokkur kvenna

Íslandsmót golfklúbba 2025 í 1. deild kvenna var leikið á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 24. – 26. Júlí og þar áttum við fulltrúa eins og undanfarin ár.

Lið GO skipuðu þær Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Auður Björt Skúladóttir, Eydís Inga Einarsdóttir, Giovanna Steinvör Cuda, Hildur Magnúsdóttir, Íris Lorange Káradóttir, Guðný Fanney Friðriksdóttir og Laufey Gunnþórsdóttir.

Liðstjóri var Auður Björt Skúladóttir

Alls tóku átta lið þátt þetta árið sem telst gott en oft hefur aðeins vantað upp á fulla mætingu í efstu deild kvenna og því var liðunum skipt í tvo jafnstóra riðla þetta árið. Lið GO var í B riðli með Keili (GK), Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og liði Skagafjarðar.

Í fyrsta leik mættu okkar konur liði GR. Okkar konur stóðu ágætlega í liði GR kvenna í tvímenningsleikjum en okkar klúbbmeistari var sú eina sem náði í hálft stig í sínum leik, en tap á endanum staðreynd 4,5 vinningur gegn 0,5

Í öðrum leik mótsins mætti lið GO liði GK. Lið GK mætti gríðarlega sterkt til leiks og unnu þær fjórar viðureignir nokkuð örugglega en Hrafnhildi tókst einni að sækja vinning og enduðu leikar 4 – 1, Keili í vil.

Í lokaleik riðilsins mættu okkar konur liði Skagafjarðar og alla jafnan er þessi þriðji leikur mótsins einn af mikilvægustu leikjum okkar kvenna þar sem liðið mætir oftast tveimur sterkustu liðum riðilsins í tveim fyrstu umferðunum og oft hefur reynst erfitt að ná í sigur þar. Leikurinn við lið Skagfirðinga var hörkuspennandi og Hrafnhildur og Hildur nældu í tvo vinninga og Íris barðist vel fyrir þeim þriðja en sigur féll í þeim leik í skaut þeirrar Skagfirsku og því lokaniðurstaða 3 -2 tap.

Það var því hlutskipta okkar kvenna í ár að berjast um tilverurétt sinn í deildinni í baráttu um 5 – 8. Sæti og þar sem liðið tók ekki vinning með sér upp í þá baráttu var ljóst að nú væri á brattann að sækja.
Mótherjar GO í 4. Umferð voru nágrannar okkar í GKG sem í gegnum árin hafi nánast undantekningarlaust verið í baráttu um efstu sætin en þeirra hlutskipti nú að berjast um að halda sínu sæti í deildinni. GKG konur áttu virkilega góðan dag gegn okkar konum og sigraðu þær leikinn 5 – 0, Auður og Íris voru þær einu sem veittu GKG konum einhverja mótspyrnu.

Baráttuleikur um sæti að ári í efstu deild var því raunin fyrir okkar konur og ljóst að sigur var það eina sem gæti bjargað þeim frá falli. Mótherjar GO í síðasta leiknum að þessu sinni, var lið Selfoss.
Þrátt fyrir virkilega góða baráttu okkar kvenna endaði leikurinn með sigri  Selfoss 3,5 vinningur gegn 1,5 vinningi og 2. Deild 2026 því raunin fyrir okkar konur. Þrettán ára samfleyttri sögu GO í efstu deild síðan á Skeggjabrekkuvelli 2012 því lokið að sinni og því ekkert annað að gera en að stefna upp að nýju.

Lokastaðan í 1. Deild kvenna varð þessi og lið GK sigurvegari í ár.
Óskum þeim innilega til hamingju.

1. Golfklúbburinn Keilir, GK
2. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
3. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
4. Golfklúbbur Akureyrar, GA
5. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG
6. Golfklúbbur Selfoss, GOS
7. Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS
8. Golfklúbburinn Oddur, GO

 

Meistaraflokkur karla

Meistaraflokkur karla lék í 2. deild í ár og keppt var á Selsvelli hjá Golfklúbbi Flúða dagana 23. – 25. Júlí. Átta golfklúbbar voru mættir til leiks og keppt var eins og áður um eitt laust sæti í 1. Deild og ljóst að keppni yrði jöfn og hörð eins og undanfarin ár.Lið GO var í B-riðli með liðum NK (Nesklúbbsins), GL (Leynir) og liði Esju.

Fyrsti leikur okkar manna var á móti Nesklúbbnum og leikar voru nokkuð jafnir og réðust úrslit allra leikja á lokaholunum. Sigurinn hefði getað fallið hvoru megin sem var en leikar enduðu 3 – 2 Nesklúbbnum í vil.

Annar leikur okkar kappa var við lið Esju sem hafði ætlað sér stóra hluti í mótinu í ár og þar innanborð margir sterkir leikmenn sem á árum áður gerðu garðinn frægan. Leikurinn við Esju var jafn og spennandi eins og við var að búast en Esju-búar sigldu frammúr á síðustu holunum í fjórmenningsleikjunum og um það munaði helst og 3,5 vinningur gegn 1,5 vinningi Esju mönnum í vil því staðreynd þegar allt var tekið saman.

Þá var komið að þriðju umferð, andstæðingurinn að þessu sinni lið GL (Leynis á Akranesi) sem hafði ekki tapað leik í tveimur fyrstu umferðunum og því ljóst að GO menn yrðu að vera á tánum sem þeir svo sannarlega voru og sigur vannst í þessum leik 3 – 2. Allt jafnir leikir en frábært hjá okkar mönnum að klára þennan leik.

Eftir fyrstu þrjár umferðir fara efstu tvö liðin í keppni um 1. – 4. Sæti og lið GO náði því miður ekki þangað í ár og þar sem lið Esju fór niður í neðri hlutann með GO færðist ekki okkar sigurleikur með gegn liði Leynis inn í stigatöflu og því var að duga eða drepast fyrir okkar kappa í lokaleikjum mótsins til að tryggja áframhaldandi veru í 2. Deild.

Í fjórðu umferð mættu okkar kappar liði Fjallabyggðar og okkar menn voru sannarlega á flugi og tóku öruggan sigur í þeim leik 4 – 1

Loka leikurinn var svo gegn liði Kiðjabergs og okkar kappar héldu góðum takti þar áfram og þriðji sigurleikurinn í röð staðreynd og fyrir vikið 6. Sætið tryggt og hægt að taka slaginn á næsta ári að nýju.

Lokastaðan í leikjum um 5 – 8. Sæti

Lokastöðu í 2. Deild í ár má sjá hér og óskum við liði Bolungarvíkur innilega til hamingju með sæti í 1. Deild.

Lið GO skipuðu Rögnvaldur Magnússon, Tómas Sigurðsson, Skúli Ágúst Arnarson, Axel Óli Sigurjónsson, Gunnar Guðjónsson, Óskar Bjarni Ingason, Bergur Dan og Bjarki Þór Davíðsson. Liðsstjóri var Rögnvaldur Magnússon.

 

Keppnislið GO 50 + karlar

Lið GO 50 + karla mætti til leiks í 2. deild karla í ár og mótið fór fram eyjunni fögru, Vestmanneyjum dagana 21. – 23. ágúst. Okkar kappar voru í A-riðli mótsins með liðum Nesklúbbsins, Golfklúbbi Öndverðarness og Golfklúbbi Sandgerðis og ljóst að um harða keppni yrði að ræða. Fyrirkomulag mótsins í ár var með hefðbundnum hætti að því undanskyldu að tvö mót fóru fram samtímis, 1. Deild kvenna 50 + og 2. Deild karla 50 +.
Til að láta þetta ganga upp þar sem tvær umferðir eru leiknar hvern dag var prófað að ræsa báða hópa út á öllum teigum vallarins og raunin varð sú að það fyrirkomulag heppnaðist virkilega vel hjá heimamönnum undir dyggri stjórn okkar félagsmanns, Þórði Ingasyni alþjóðadómara sem stýrði mótinu ásamt heimamönnum af stakri snilld.

Í fyrstu umferð mættu okkar karlar liði GÖ. Flestir leikir fór á síðustu holurnar en tap 3 – 2 staðreynd í fyrsta leik og ljóst að okkar menn yrðu að stíga upp í næsta leik.

Í 2. Umferð mættu okkar kappar liði Sandgerðis og var leikurinn jafn og spennandi þar sem allir leikir fóru að lágmarki á 16 holu en lið GO sýndi seiglu og sigraði leikinn 3 – 2.

Þriðja umferð var næst og þar mættu okkar menn liði Nesklúbbsins og þrátt fyrir góða stöðu fram á síðustu holur flestra leikjanna, duttu leikar Nesklúbbs megin í þeim leikjum sem GO hafði haft yfirhönd í nánast frá fyrstu holu og niðurstaða jafntefli 2,5 vinningur gegn 2,5.


Það má ekki miklu muna og einungis þessi hálfi vinningur sem skildi GO og GÖ af hvort liðið færi í baráttu um 1 – 4. Sæti eða 5. – 8. Sæti, GO átti fleiri innbyrðissigra í sínum leikjum en fyrst er taldir vinningar og við með 1,5 vinning en GÖ með 2 og því ljóst að okkar manna biði baráttu um tilverurétt í deildinni þetta árið.

Fjórða umferð, nú mættu okkar menn liði Húsavíkur. Hörkuleikur sem féll okkar megin 3,5 vinningur gegn 1,5 vinningi og sætið í deildinni því tryggt fyrir lokaumferðina sem er alltaf þægilegt.

Lokaleikur okkar kappa var svo við heimamenn um 5. Sætið og meira keppt um heiðurinn þar og stöðu og/eða vænta mótherja á næsta ári. Það var greinilega hugur í okkar mönnum og vilji til að klára mótið með góðum sigri og endaði leikurinn 3 – 2 fyrir GO.

Lið GO var þannig skipað, Óskar Bjarni Ingason, Svavar Geir Svavarsson, Jóhann Pétur Guðjónsson, Sigurhans Vignir, Phill Hunter, Vignir Freyr Andersen, Haraldur V. Haraldsson og Einar Viðarsson Kjerúlf.
Liðsstjóri: Phill Hunter

 

 

 

 

Keppnislið GO 50 + konur

Íslandsmót golfklúbba í flokki kvenna 50+ fór fram eins og við nefndum hér í skýrslu um 2. Deild karla einnig fram í Eyjum í ár. Þó ekki hafi verið talað um veðrið í Eyjum í pistli hér fyrir ofan þá má nefna það að æfingahringur og fyrsti mótsdagur voru leiknir rjómablíðu en keppnisdagur tvö og þrjú voru leiknir við ekta íslenskt hávaðarok svo það reyndi vel á keppendur í Eyjum þessa helgi. Það skemmtilega við golfvöllinn í Eyjum er finna gífurlega mikinn mun á áhrifum vinds á stuttum kafla, meðvindur á teig, hliðarvindur í innáhöggi og logn á flöt var eitthvað sem margir upplifðu og höfðu flestir gaman af og ekki tryggt að vindur á næsta teig væri að blása eins og brautin færi í sömu átt.

Lið GO kvenna lék í A riðli með sterkum sveitum GKG, Nesklúbbsins og GV.

Í 1. umferð mættu okkar konur Nesklúbbnum og eftir hörkuleik réðust úrsliti í þeim leik á 18 holu þar sem Berlind Rut Hilmarsdóttir landaði 1/0 sigri á Elsu Nielsen og sigur GO kvenna því raunin 3 -2, frábær byrjun.

Leikur í 2. Umferð var gegn nágrönnum okkar í GKG. Eftir nokkuð þægileg og  örugg tvö stig fyrir hvort lið var staðan jöfn og einn leikur enn í gangi sem fór alla leið á 18 holu þar sem Dídí og Björg töpuðu naumlega fyrir GKG konum og niðurstaðan þar því 3 -2 tap en okkar konur áttu hrós skilið fyrir mikla baráttu.

Mótherjar okkar í þriðju umferð voru svo heimakonur í GV sem endaði með stórmeistara jafntefli, þar sem náðu Dídí og Björg náðu sigri í sínum fjórmenningsleik, Berglind sigraði sinn leik og leikur hjá Ágúst Örnu féll á jöfnu. Niðurstaða okkar kvenna því vel viðunandi eftir fyrstu þrjár umferðirnar, liðið með jafn marga vinninga og stig og Nesklúbburinn en innbyrðis sigur okkar á Nes konum réði þá úrslitum um hvort liðið færi í efri hlutann og ljóst að við myndum keppa um 1. – 4. Sæti, frábært.

Þá hófst úrslitakeppnin og mótherjar okkar kvenna í fjórðu umferð var lið GK sem mætti með nokkra Íslandsmeistaratitla á svæðið með þær Kareni Sævarsdóttur og Þórdísi Geirsdóttur innanborðs. Auður Skúladóttir átti flottan dag í sínum leik og náði í hálfan vinning en aðrir leikir féllu liði GK í skaut og öruggur sigur GK kvenna því staðreyndin 4,5 vinningur gegn 0,5 vinningi okkar kvenna.

Lokaleikur okkar kvenna í Eyjum var því um þriðja sætið í mótinu og aftur voru það nágrannar okkar í GKG sem voru mótherjar okkar kvenna. Það má heldur betur segja að um hafi verið að ræða hörkuleik þar sem úrslit réðust á 18 holu. Hvort lið nældi sér í tvo vinninga og því lokaleikur í járnum þegar Berglind Rut (GO) og María Málfríður (GKG) komu upp 18 holu en því miður okkar vegna náði María að landa sigri 1 / 0 í þeim leik og GKG konur lönduðu því þriðja sætinu í ár en GO konur eiga svo sannarlega skilið hrós fyrir frábært mót og flott 4. Sæti.

Lið GO var þannig skipað: Dídí Ásgeirsdóttir, Auður Skúladóttir, Anna María Sigurðardóttir, Kristjana S. Þorsteinsdóttir, Ágústa Arna Grétarsdóttir, Berglind Rut Hilmarsdóttir, Aldís Björg Arnardóttir, Björg Þórarinsdóttir og Unnur Helga Kristjánsdóttir. Liðsstjóri var Rögnvaldur Magnússon.

Við áttum frábæra fulltrúa á LEK Íslandsmótum golfklúbba í flokkum 65+ karla og kvenna og 75+ karla sem leikið var í annarri viku ágúst mánaðar. Kvennalið GO 65 + komst m.a. á verðlaunapall og keppendur fengu aldeilis að eiga við íslenska veðráttu eins og við er oft að búast í hefðbundnu sumri hér á klakanum.

Keppnislið GO 65 + konur

Kvennalið GO í 65 + átti virkilega flott mót en leikið var á Húsatóftarvelli í Grindavík. Öll skjöl um mótið voru því miður ekki aðgengileg á netmiðlum nú í haust og því ekki hægt að vinna og birta úrslit úr hverjum leik fyrir sig eins og fyrir aðra hópa en ef þær berast síðar verður bætt úr því. Okkar konur áttu engu að síður frábæra daga í Grindavík og hafnaði okkar keppnissveit í 3. sæti eftir flotta leiki og við óskum okkar konum innilega til hamingju með sinn árangur.

Liðið skipuðu þær (talið frá vinstri), Þuríður Halldórsdóttir, Ingibjörg Bragadóttir, Snjólaug Elín Bjarnadóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Ingibjörg Sigurrós Helgadóttir (liðsstjóri) og Unnur Birna Þórhallsdóttir.

Keppnislið GO 65 + karlar

Því miður var ekki tekin mynd af karlaliði GO 65 + og því er samsett mynd hér að ofan af fallegum Öndverðarnesvellinum þar sem lið GO var að leika í 1. deild í ár og fór mótið fram 13.  – 14. Ágúst. Fyrirkomulagið er 9 holu keppni og því lítið svigrúm til að rétta sig af ef illa gengur í upphafi en að sama skapi hægt að koma sér í góða stöðu með flugstarti.

Fyrsti leikur var við Keilismenn þar sem leikurinn endaði með jafntefli 2,5 vinningur gegn 2,5, þar sem Páll Kolka og Þór Geirsson nældu í sitthvorn vinninginn og Ragnar Gíslason náði hálfum vinningi gegn okkar gamla golfkennara Magnúsi Birgissyni. Vel gert hjá okkar köppum.

Í öðrum leik mótsins voru mótherjar okkar kappa, lið GR sem skartaði mörgum af okkar eldri Íslandsmeisturum og landsliðsmönnum til margra ára og þar voru GR ingar mun sterkari en okkar menn og alla vinninga sem í boði voru og því ekkert annað í stöðunni en að arka í hús og endurhlaða batteríin.

Í þriðju umferð voru mótherjar okkar manna lið Nesklúbbsins og þar var baráttan jöfn en okkar kappar sýndi baráttuvilja og kláruðu leikinn 3 – 2 en þar sem mótið var jafnt þá dugði það ekki til að færast upp í keppni um 1 – 4. Sæti þó við værum með jafn marga vinninga og lið Keilis, þá áttu þeir fleiri innbyrðissigra við hin liðin í A riðli og okkur beið því keppni um að halda sæti okkar í deildinni.

Í fjórðu umferð mættu okkar menn liði GM og sá leikur tapaðist með 3,5 vinningi gegn 1,5 og ljóst að þó litlu hafi munað að vera í keppni um 1. Sæti þá var ljóst að lokaleikurinn væri baráttuleikur um að halda sér í efstu deild.

Í fimmtu umferð mættum okkar kappar þá liði GS og þar dugði okkur jafntefli sem varð raunin en hvort lið náði í 2,5 vinning og lið GO endaði því í 7. Sæti í ár.

Lokastaðan er svo hér og við óskum nágrönnum okkar í GKG til hamingju með sigurinn.

Lið GO skipuðu þeir Þórður Möller, Stefán Sigfús Stefánsson, Páll Kolka Ísberg, Þór Geirsson, Páll S. Kristjánsson, Guðmundur Ragnarsson, J. Rúnar Magnússon, Ragnar Gíslason og Magnús Ólafsson.

 

Keppnislið GO 75 + karlar

Í ár var nýtt „Íslandsmót“ á vegum LEK þar sem keppt var í karlaflokki 75 + fyrsta sinn. Mótið var haldið á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Sex lið mættu til leiks og mikil stemming var hjá keppendum sem margir hverjir höfðu ekki endilega kynnst því leikformi sem leikið er í svona keppnum almennt. Mikil gleði og ánægja var með völlinn og alla umgjörð og flott verk hjá LEK að koma þessum viðburði á legg.

Lið GO 75 + skipuðu þeir frá vinstra Hjálmar Jónsson, Dagbjartur Björnsson, Þór Ottesen Pétursson og Guðmundur Ingi Jónsson (liðsstjóri),  á myndina vantar svo Rúnar Gunnarsson sem forfallaðist á síðustu stundu.

Í fyrstu umferð mættu okkar menn liði Suðurnesja og þar var sóttur einn vinningur gegn 2 vinningum Suðurnesjamanna.

Í annari umferð áttu okkar kappar flottann leik og sigruðu þar Nesklúbbinn 2/1 þar sem fjórmenningsparið Hjálmar og Þór sóttu vinning annan leikinn í röð og Guðmundur Ingi sigraði einnig sinn leik til að tryggja sigur í þessari umferð.

Í þriðju umferð mættu okkar kappar liði Leynis og þar var um spennandi leik að ræða en Leynismenn áttu góðan endasprett í sínum leikjum og lönduðu sigri. Hjálmar og Þór héldu uppteknum hætti og sigruðu þriðja leikinn í röð og nældu í eina vinning okkar í þesum leik. Þvílíkt par.

Fjórða umferð var gegn liði GR og úrslit þar féllu öll GR megin og 3-0 tap okkar manna staðreynd. Fyrir umferðina var tal manna orðið þannig að ekki væri hægt að leggja Hjálmar prest af velli og líklegt að hann væri vel blessaður og góður andi af kirkjujörðinni Kálfatjörn væri að aðstoða hann og lið GO.

Lokaumferðin var svo gegn nágrönnum okkar í GKG. Þar sem búið var að sigra hið sterka par Hjálmar og Þór var ákveðið að leyfa Guðmundi og Dagbjarti að spreyta sig í fjórmenningsleiknum í lokaleik mótsins og það virkaði greinilega vel og fjórði fjórmenningsleikurinn af fimm féll með okkar mönnum í þessu móti sem er afar góður árangur.

Lið GO hafnaði í 5. sæti í þessu móti og ekki annað að heyra eftir mótið á okkar köppum en að mikill áhugi væri að gera betur og búa til góðan hóp fyrir næsta ár og það hljómar virkilega vel.

Lokastaðan:

 

 

Á árinu áttum við svo þátttakendur í eftirfarandi mótum á vegum Golfsambands Íslands og LEK samtökum eldri kylfinga.

Golf14 – GSG

12 ára og yngri drengir 9 holur
Bjarki Már Karlsson 13. Sæti
Jóhann Karl Ingvarsson T14 Sæti

12 ára og yngri stúlkur 9 holur
Ásta Sigríður Egilsdóttir 4. sæti

14 ára og yngri stúlkur

Emilía Sif Ingvarsdóttir 7. Sæti
Katrín Lilja Karlsdóttir 9. Sæti

Nettó Golf14 – Leirdalur

14 ára og yngri stúlkur
Katrín Lilja Karlsdóttir 8. Sæti

GOLFHÁTIÐ Á AKRANESI
GOLF14

Á Akranesi áttum við stóran hóp þátttakenda en um var að ræða vettvang þar sem krakkar áttu að fá tækifæri til þess að spreyta sig á margvíslegum, skemmtilegum golfþrautum á Garðavelli. Vellinum var skipt upp í margar stöðvar sem voru krefjandi og skemmtilegar að leysa og ólík áskorun frá fimm tíma golfhring. Þess utan var skemmtileg dagskrá utan golfvallarins t.d. sund, frisbígolf o.fl.

Þjálfarar og afrekskylfingar golfklúbba héldu utan um kylfingana sína en starfsfólk GSÍ ásamt öðrum þjálfurum, atvinnukylfingum og landsliðskylfingum sáu um golfþrautirnar. Margir af þekktustu kylfingum Íslands tóku þátt í Golfhátíðinni og veittu ungu kylfingunum hvatningu og innblástur.

Okkar þátttakendur á Akranesi voru: 

Edda Friðriksdóttir, Dagur Einir Guðlaugsson, Þórdís Helga Guðmundsdóttir, Margrét Lóa Gunnarsdóttir, Emilía Sif Ingvarsdóttir, Katrín Emilía Ingvarsdóttir, Breki Sig Ívarsson, Garðar Ágúst Jónsson, Katrín Lilja Karlsdóttir, Bjarki Már Karlsson, Petra Guðríður Sigurjónsdóttir og Margrét Birta Snorradóttir.

 

Íslandsmót Golfklúbba U12

 

Gula deildin – Íslandsmeistarar 12 ára og yngri

Emilía Sif Ingvarsdóttir
Ásta Sigríður Egilsdóttir
Katrín Emilía Ingvarsdóttir
Edda Friðriksdóttir

 

Bláa deilidin

  1. sæti
Bjarki Már Karlsson
Garðar Ágúst Jónsson
Eyþór Kári Stefánsson
Þröstur Orri Pétursson
Ingvar Ingvarsson
Dagur Einir Guðlaugsson

 

Græna deilidin

  1. sæti
Ásdís Emma Egilsdóttir
Margrét Birta Snorradóttir
Hekla Ólafsdóttir
Alexandra Fenger
Thelma Clausen Halldórsdóttir
Karólína Helga Kjartansdóttir

 

Golf14 – Bakkakotsmótið

10 – 12 ára og yngri drengir – Höggleikur með forgjöf.
Eyþór Kári Stefánsson                  1. sæti
Garðar Ágúst Jónsson                         T5 sæti
Teitur Magnús Jansson Arentoft         T8 sæti
Aron Snær Pálsson                              25 sæti
Þröstur Orri Pétursson                        27 sæti

 

10 – 12 ára og yngri drengir – Höggleikur
Garðar Ágúst Jónsson                         T3 sæti
Eyþór Kári Stefánsson                        T10 sæti
Aron Snær Pálsson                              T17 sæti
Teitur Magnús Jansson Arentoft         21 sæti
Þröstur Orri Pétursson                        27 sæti

 

10 – 12 ára og yngri stúlkur – Höggleikur með forgjöf
Ásta Sigríður Egilsdóttir                    1. Sæti
Thelma Clausen Halldórsdóttir          3. Sæti
Ásdís Emma Egilsdóttir                       9.sæti


10 – 12 ára og yngri stúlkur – Höggleikur
Ásta Sigríður Erlingsdóttir                  1. Sæti
Ásdís Emma Egilsdóttir                       4.sæti
Thelma Clausen Halldórsdóttir          7. Sæti

 

Ásta Sigríður Egilsdóttir
Thelma Clausen Halldórsdóttir
Ásta Sigríður Egilsdóttir
Katrína Emilía Ingvarsdóttir

Íslandsmót í Höggleik 14 ára og yngri

13 – 14 ára stúlkur
Katrín Lilja Karlsdóttir 7. sæti
Júlía Bergrún Pétursdóttir 9. Sæti

12 ára og yngri drengir
Aron Snær Pálsson T14
Bjarki Már Karlsson 22. Sæti
Eyþór Kári Stefánsson 27. Sæti

12 ára og yngri stúlkur
Emilía Sif Ingvarsdóttir 3. sæti
Ásta Sigríður Egilsdóttir 5. sæti
Thelma Clausen Halldórsson 9. sæti

Golf14 Íslandsmót í holukeppni

Stúlkur 13 – 14 ára
Katrín Lilja Karlsdóttir 8 manna úrslit
Júlía Bergrún Pétursdóttir 16 manna úrslit

Drengir 12 ára og yngri

Aron Snær Pálsson 16 manna úrslit

Stúlkur 12 ára og yngri

Katrín Emilía Ingvarsdóttir 16 manna úrslit
Ásdís Emma Egilsdóttir 8 manna úrslit
Emilía Sif Ingvarsdóttir 4. Sæti
Ásta Sigríður Egilsdóttir 16 manna úrslit

Golf14 GR í samstarfi við N1

12 ára og yngri stúlkur
Emilía Sif Ingvarsdóttir 1. sæti
Ásta Sigríður Egilsdóttir 4. Sæti
Margrét Birta Snorradóttir 7. Sæti
Edda Friðriksdóttir 8. Sæti
Katrín Emilía Ingvarsdóttir 10. Sæti
Hekla Ólafsdóttir 12. Sæti
Karólína Helga Kjartansdóttir 16. Sæti
Thelma Clausen Halldórsdóttir 17. sæti
Katla Gunnarsdóttir forföll

12 ára og yngri drengir
Aron Snær Pálsson 7. sæti
Garðar Ágúst Jónsson 16. sæti
Eyþór Kári Stefánsson 26. sæti
Jóhann Karl Ingvarsson 31. sæti
Bjarki Már Karlsson 32. sæti
Ingvar Ingvarsson 47. Sæti

13 – 14 ára drengir
Aron Berg Sverrisson 47. Sæti

13 – 14 ára stúlkur
Katrín Lilja Karlsdóttir 10. sæti

LEK mót 1 – OPNA PING MÓTIÐ
Keppendur: Snjólaug Elín Bjarnadóttir, Þór Geirsson, Hulda Hallgrímsdóttir, Ingi Þór Hermannsson, Óskar Bjarni Ingason, Björg Þórarinsdóttir og Davíð Arnar Þórsson.
Ingi Þór Hermannsson vann 65 + með forgjöf og flesta punkta karla

Lek mót 2 ICEWEAR MÓTIÐ
Keppendur: Snjólaug Elín Bjarnadóttir, Þór Geirsson, Hulda Hallgrímsdóttir, Ingi Þór Hermannsson, Óskar Bjarni Ingason, Björg Þórarinsdóttir og Davíð Arnar Þórsson.

Davíð Arnar Þórsson hafnaði í 3. Sæti 55+ með forgjöf
Ingi Þór Hermannson sigraði 65+ með forgjöf og T3 samanlagt flestir punktar
Þór Geirsson hafnaði í T3 í 65+ með forgjöf

Lek mót 3. BLÁA LÓNS MÓTIÐ
Keppendur: Þór Geirsson,

Þór Geirsson hafnaði í T3 í 65+ með forgjöf

Lek mót 4. KAFFI TÁRS MÓTIÐ
Keppendur: Þór Geirsson og Davíð Arnar Þórsson

Lek mót nr. 5 OPNA ICEWEAR
Keppendur: Þór Geirsson, Ingi Þór Hermannsson og Davíð Arnar Þórsson.

Lek mót nr. 6 OPNA ÖRNINN GOLF
Keppendur: Þór Geirsson og Ingi Þór Hermannsson.

Þór Geirsson 1. Sæti í 65+ höggleikur með forgjöf
Ingi Þór Hermannsson 3. Sæti í 65+ höggleikur með forgjöf

Lek mót nr. 7 DOMINOS MÓTIÐ
Keppendur: Þór Geirsson og Ingi Þór Hermannsson.

Þór Geirsson 1. Sæti í 65+ höggleikur með forgjöf

Íslandsmótið 50+
Engir keppendur frá Golfklúbbnum Oddi tóku þátt í Íslandsmóti í ár

 

Landsliðsverkefni á árinu voru tvö.

Björg Þórarinsdóttir var fulltrúi GO í landsliði LEK á ESLGA

Það er gaman frá því að segja að við áttum fulltrúa í landsliði LEK sem lék á Evrópumóti Landsliða (ESLGA) sem fram fór í Portúgal í síðustu viku. Ísland átti þar tvö lið, annars vegar lið sem lék á MARISA SGARAVATTI TROPHY – leikið á Praia D’ Rey og Masters Team Championship – sem leikið var á West Cliffs þar sem Björg Þórarinsdóttir var einn af liðsmönnum liðs Íslands.

Fyrst er leikinn höggleikur sem raðar liðum í riðla þar sem svo er keppt er um sæti, lið Íslands á Masters Team Championship hafnaði í 10. sæti í höggleik, þar sem Björg lék á 96 höggum á fyrri hring og taldi í liði Íslands og á seinni hring lék hún á 105 höggum og hennar skor taldi ekki þann dag..

Niðurstaða úr höggleiks keppni var að lið Íslands hafnaði í 10. sæti og fór því í holukeppnisriðil C með Finnlandi, Portúgal og Noregi, þar sem leikið erum 9 – 12. sæti. Eftir hörkuframmistöðu á móti Noregi og sigur í þeim leik var ljóst að lið Íslands myndi leika um 9. sæti og andstæðingurinn þar lið Portúgal. Sá leikur var spennandi langt fram á síðustu holur en lið Portúgal hafði sigur 2 -1 og því niðurstaðan í ár að lið Íslands í Masters Team Championship hafnaði í 10. sæti.

 

 

Lið Íslands í Masters Team Championship frá vinstri Guðrún Garðars, Ágústa Jónsdóttir, Elísabet Böðvarsdóttir, Björg Þórarinsdóttir og Þyrí Valdimarsdóttir.

 

Óskar Bjarni Ingason var fulltrúi GO í landsliði LEK í liðinni viku

Golfklúbburinn Oddur átti fulltrúa, Óskar Bjarna Ingason í LEK landsliðið Íslands sem tók þátt í ESGA landsliðakeppni liða 55 ára og eldri sem fram fór á El Rompido á Spáni í síðustu viku. Óskar Bjarni var einn af sex keppendum í liði Íslands án forgjafar og stóð hann sig vel sem og liðið allt. Leiknir voru þrír hringir þar sem 4 fulltrúar liðsins telja til skors og taldi Óskar alla þrjá keppnisdagana á 81,79 og 82 höggum. Liðið hafnaði í jafnt í 5. sæti af 21 liði.
Samhliða keppni án forgjafar var einnig keppt í keppni með forgjöf (punktakeppni) þar sem Ísland átti annað landslið sem stóð sig einnig frábærlega þó við ættum ekki fulltrúa þar og hafnaði liðið í öðru sæti jafnir að punktum við liðið í efsta sæti. Greinilegt að kylfingar hér heima eru sterkir á heimsvísu.

Á myndinni hér fyrir ofan frá vinstri talið, Einar Long, Hjalti Pálmason, Tryggvi  Valtýr Traustason, Gunnar Páll Þórisson, Halldór Á. Ingólfsson og okkar eini sanni Óskar Bjarni Ingason.